• Forsíða

Tilkynning

Ég færi ykkur öllum þær dapurlegu fréttir að Steinunn Jónsdóttir, kennari við Selásskóla, lést í seinustu viku. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju, föstudag 19. ágúst kl. 13:00.
Eftirfarandi minningarorð verða birt í Morgunblaðinu:
Ágústmyrkrið minnir okkur á að sumri er tekið að halla og breytingar verða.
Samstarfskona okkar til fjölmargra ára hefur nú kvatt langt fyrir aldur fram. Steinunn var afar hæfileikarík, metnaðarfull og framúrskarandi kennari. Hún leysti öll þau verkefni sem henni voru falin af mikilli alúð og útsjónarsemi.
Það eru forréttindi að hafa starfað með Steinunni sem ævinlega var tilbúin í spennandi og krefjandi verkefni. Hún var ávallt reiðubúin í nýjar áskoranir og lagði mikinn metnað í að mennta sig samhliða vinnu sinni ekki síst til að leita lausna sem kæmu nemendum hennar sem best. Í raun var Steinunn alltaf að kenna okkur eitthvað.
Veikindum sínum tók Steinunn með miklu æðruleysi og talaði um mikilvægi þess að vera hamingjusamur, hugsa jákvætt og njóta lífsins. Við þökkum henni innilega góða og gefandi samfylgd og skólinn er lánsamur að hafa notið starfskrafta hennar.
Börnum Steinunnar Kristínu, Ómari og Söru sendum við hugheilar samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks Selásskóla.
Sigfús Grétarsson, skólastjóri.

Skólasetning

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Skólasetningin verður 22. ágúst og tímar sem hér segir:
2. og 3. bekkur kl. 10:00
4. og 5. bekkur kl. 10:30
6. og 7. bekkur kl. 11:00

kveðja
Skólastjórnendur

Innkaupalisti fyrir 2.bekk

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.
Sumt áttu eflaust frá síðasta skólaári og um að gera að nýta það.
Í vetur þarft þú að eiga eftirfarandi:

Lesa >>

Innkaupalisti fyrir 1.bekk

Velkominn til starfa skólaárið 2016 - 2017
Senn hefst skólastarfið og þá þurfa námsgögnin þín að vera tilbúin.
Sumt áttu eflaust frá síðasta skólaári og um að gera að nýta það.
Í vetur þarft þú að eiga eftirfarandi:

Lesa >>

Fleiri greinar...