• Forsíða

Lestrarátak Ævars vísindamanns 2017

Seláskóli tekur þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns sem stendur yfir frá 1. janúar - var1.mars og er fyrir alla krakka í 1. - 7. bekk. Í lok átaksins verða fimm krakkar dregnir út og gerðir að persónum í þriðju bókinni í Bernskubrekum Ævars vísindamanns: Gestir utan úr geimnum.

Áfram Lestur

Jólakveðja

Starfólk Selásskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum ánægjulegt samstarf á liðnum árum og hlökkum til að hittast aftur þann 3 janúar þegar skólastarf hefst að nýju.

Þórður kveður

Þórður Björn  Ágústsson, kennari hér við Selásskóla til seinustu 13 ára lætur af störfum í dag. Við þökkum honnum góð og farsæl störf í skólans þágu og óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.Toti tolvukall

 

Landnámssýning hjá 5.bekk

Nemendur í 5.bekk voru að ljúka vinnu í samfélagsfræði þar sem fjallað var um landnám Íslands og landnámsfólkið sem hér nam land. Í þeirri vinnu unnu krakkarnir meðal annars stórt verkefni þar sem nemendur gerðu sína eigin landnema, skip og bakgrunn. Klipptu út persónurnar og gerðu um þær sögu. Notast var svo við smáforritið PuppetPals til þess að setja söguna á svið þar sem nemendur léku persónurnar í takt við gang sögunar. Horfa má á videóin með því að smella hér.

Myndir frá sýningunni má svo nálgast hér.

Fleiri greinar...