• Forsíða

Vísindamenn framtíðarinnar í 7. bekk

7.  bekkur var í vikunni að skoða samband massa og rúmmáls og vigtuðu meðal annars innihald skólatöskunnar sinnar. Kom m.a. fram að algengt var að venjuleg fullhlaðin  taska  vegur um það bil 3,5 kg. En þau skoðuðu líka varðveislu massa og æfðu sig í að gera skýrslur. Skoðið endilega myndirnar með því að smella hér.forsida

1. bekkur í leikskólaheimsókn

1. bekkur fór í heimsókn á gömlu leikskólana sína. Allir skemmtu sér vel og voru glaðir að hitta gömlu vinina og kennarana sína.

Áríðandi vegna veðurs

Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs.
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.
Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Enska:
The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12, are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.

Vinarfriður

Einnar mínútu stuttmynd sem 7 nemendur í 5.bekk Selásskóla gerðu í boði Riff í samstarfi við Alþjóðamálastofnum Háskóla Íslands.

 

Vinarfriður from Selásskóli on Vimeo.

Fleiri greinar...