• Forsíða

Þemadagar

Í ár vinnum við með Nord plus verkefni skólans sem er samstarfsverkefni með skólum í Finnlandi Lettlandi, Litháen og Noregi. Yfirskrift verkefnisins er „Healty life is fun“ og endurspegla verkefni nemenda áhersluna á heilsusamlegt líferni og samvinnu skólana fimm.

Nemendum er skipt 3 stóra hópa, gulan, rauðan og grænan, þar sem nemendur allra árganga eru saman komin. Hverjum lit er svo skipt í tvo minni hópa, A og B.

Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg; blandaðir eru heilsudrykkir, fingramatur búinn til, fánar þæfðir, ávextir saumaðir úr fíltefni og unnið með fólk á hreyfingu. Heilaleikfimi er þjálfuð í gegnum spil, íþróttir stundaðar af kappi og sögur búnar til með aðstoð spjaldtölva.

Við minnum á opna húsið á morgun föstudag. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að koma og fylgjast með þemavinnu nemenda. Opna húsið stendur frá kl. 8:30 – 9:30 og svo aftur frá kl. 10:30 – 11:40.

Þemadagar

Þemadagar í Selásskóla 2017 verða dagana 22. - 24. mars.

Í ár vinnum við með Nord plus verkefni skólans sem er samstarfsverkefni með skólum í Finnlandi Lettlandi, Litháen og Noregi. Yfirskrift verkefnisins er „Healty life is fun“ og munu verkefni nemenda endurspegla áhersluna á heilsusamlegt líferni og samvinnu skólana fimm.

Skólinn hefst eins og vanalega kl. 8:10, hádegismatur er kl. 11:50 og fara nemendur heim að mat loknum nema þeir sem eru í Víðiseli.

Nemendur hafi með sér;
pennaveski með blýanti, strokleðri og yddara
lím
skæri
vatnsbrúsa
hollt og gott nesti.

Föstudaginn 24. mars verður opið hús þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að koma og fylgjast með þemavinnu nemenda. Opna húsið stendur frá kl. 8:30 – 9:30 og svo aftur frá kl. 10:30 – 11:40.

Með kveðju,
Starfsfólk Selásskóla

fin 2

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Árbæ og Grafarholti fór fram í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 9. mars. Fulltrúar nemenda úr 7. bekkjum grunnskólanna í Árbæ- og Grafarholti lásu þar valda kafla úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur, auk þess sem nemendur lásu ljóð að eigin vali.
Fulltrúar Selásskóla að þessu sinni voru þau Árni Magnús Ragnarsson og Alexandra Magnúsdóttir. Þótt þau hafi ekki náð verðlaunasætum stóðu þau sig afskaplega vel og erum við mjög stolt af vönduðum flutningi þeirra og fallegri framkomu. Alexandra flutti meðal annars frumsamið ljóð og vakti með því verðskuldaða athygli. Við óskum þeim til hamingju með glæsilega frammistöðu, en eins og formaður dómnefndar gat um að þá eru í raun allir sigurvegarar sem komast á Lokahátíðina.

Fuglaverkefni

Undanfarnar vikur hafa nemendur 4 -bekkjar unnið að rafbók í náttúrufræði.
Verkefnið fjallar um fugla og var þeim skipt niður í hópa og fjallar hver hópur um einn ákveðinn fugl. Þau leita upplýsinga um fuglinn á netinu og í ýmsum bókum. Allar upplýsingar og myndir fara síðan inn í rafbókina. Þau munu síðan kynna verkefnið í lokin. Krakkarnir hafa verið mjög áhugasöm um vinnuna.