• Forsíða

Gróðursetning hjá 4-bekk

Í gær fór 4-bekkur í gróðursetningarferð að Vífilsfelli. Ferðin gekk mjög vel og hafði Björn Guðbrandur orð á að þetta væri einn duglegasti hópur sem hann hefði haft í verkefninu. Þau fengu mikla fræðslu um gróðursetningu, hvert og eitt þeirra setti niður sína plöntu og mældu. Þau munu síðan fylgjast áfram með vexti plantnanna í haust. Einnig var hrossataði dreift um ógróið land til ræktunar.Krakakrnir voru mjög glöð og ánægð eftir þessa ferð.

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í heimsókn

Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts kom í heimsókn til okkar í dag og kynnti starfsemi sína fyrir nemendum í 2. og 3. bekk. Spiluðu þau nokkur lög og sagði Snorri Heimisson, stjórnandi skólahljómsveitarinnar, nemendum frá hljóðfærunum. Mikil ánægja var með heimsóknina og má þess geta að í hljómsveitinni í dag voru þrír nemendur Selásskóla. Það eru þeir Gabríel Óðinn í 4. bekk, Elvar Gíslason í 6. bekk og Guðmundur Gunnar í 6. bekk.

Fjöruferð 7 bekkjar

7 bekkur fór í námsferð í fjöruna við Gróttu og tengdist hún námsefninu“ Lífríkið í sjó“. Við vorum heppin því að það var að fjara út og náðum því að skoða hið fjölbreytta lífríki fjörunnar eins og myndirnar bera með sér. Krakkarnir fundu ýmiskonar fiska, krabba og kuðunga auk annarra smádýra. Fuglalífið var fjölbreytt og gott að skoða þarann sem var mikið til á þurru. Við vorum með víðsjár -stækkunargler og sigti með okkur og eins og góðir náttúruskoðarar eiga að gera var þetta skoða og sleppa ferð, engar lífverur með heim.
Við kíktum líka í heita laug sem hefur verið byggð upp og gott er að fara í fótabað í .

Vísindamaður í heimsókn

Síðasta föstudag 12 /5 fékk 6 bekkur góðan gest í heimsókn. Afi hans Guðmundar Gunnars nemanda í bekknum - sem líka heitir Guðmundur- kom til okkar með ýmislegt skemmtilegt dót og fengu krakkarnir að taka þátt í herlegheitunum. Hann er s.s. prófessor í efnafræði við HÍ og sýndi okkur hvað hægt er að gera með efnafræði. Hann fræddi okkur aðeins um lotukerfið og eiginleika efnanna auk þess að sýrustilla vatn bæði í basískt og súrt. Hann sýndi okkur hvað vatn getur verið góður leiðari og hvað gerist ef við bætum salti út í. Að lokum sýndi hann okkur hvernig er hægt að kveikja í vatni  !
Endilega kíkið á myndirnar.
Kristin og Stefán.

Fleiri greinar...