• Forsíða

Þórður kveður

Þórður Björn  Ágústsson, kennari hér við Selásskóla til seinustu 13 ára lætur af störfum í dag. Við þökkum honnum góð og farsæl störf í skólans þágu og óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.Toti tolvukall

 

Landnámssýning hjá 5.bekk

Nemendur í 5.bekk voru að ljúka vinnu í samfélagsfræði þar sem fjallað var um landnám Íslands og landnámsfólkið sem hér nam land. Í þeirri vinnu unnu krakkarnir meðal annars stórt verkefni þar sem nemendur gerðu sína eigin landnema, skip og bakgrunn. Klipptu út persónurnar og gerðu um þær sögu. Notast var svo við smáforritið PuppetPals til þess að setja söguna á svið þar sem nemendur léku persónurnar í takt við gang sögunar. Horfa má á videóin með því að smella hér.

Myndir frá sýningunni má svo nálgast hér.

Jólabókaflóð 5. bekkjar

Nemendur í 5.bekk hafa verið að vinna í ritun verkefni þar sem tekið var fyrir orðið samskipti. Fyrst var notast við verkfæri sem kallast orðaglíma þar sem nemendur glímdu við orðið bcsamskipti, fundu út fleiri orð sem tengjast samskiptum og gerðu örsögu. Því næst var farið með örsöguna í sögurammavinnu þar sem aðeins meira kjöti var bætt við beinagrindina sem fékkst með orðglímunni.

Lesa >>

Nemendatónleikar Tónlistarskóla Árbæjar

Þann 10 nóvember voru haldnir nemendatónleikar Tónlistarskóla Árbæjar í Selásskóla. Nemendur stóðu sig vel og léku verk sín af öryggi, Salurinn var þéttsetinn, eins og sjá má af myndinni hér fyrir neðan, og nemendum vel tekið.

tonlistaskolinn

Fleiri greinar...