• Forsíða

Viðurkenning fyrir verkefnið Grimmi tannlæknirinn

Landsskrifstofa eTwinning, Rannís, veitti þann 28 september 2016 13 eTwinning verkefnum gæðamerki.   Verkefnin sem hlutu viðurkenningu eiga það sammerkt að hafa notað upplýsingatækni og sýnt fram á nýbreytni  og nýsköpun í skólastarfi.  Selásskóli var einn þeirra sem fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Grimmi tannlæknirinn.  Þetta var lestrarverkefni milli tveggja íslenskra skóla þar sem nemendur unnu með bókina Grimmi tannlæknirinn.  Nemendum var m.a. skipt í hópa sem gerðu myndband með viðtali við persónu úr bókinni.

Photo Sep 28 18 29 03

Nordplus verkefni í Selásskóla

Í vikunni 11 – 17 september fór 3 manna hópur kennara ásamt Sigfúsi Grétarssyni skólastjóra skólaheimsókn til Litháen. Tilefnið var að taka þátt i verkefninu „Healty life is fun“ sem útleggst á íslensku eitthvað á þessa leið: Heilbrigður lífsstíll er skemmtilegur. Tilgangurinn er að vekja nemendur til umhugsunar um góða næringu, aukna hreyfingu og jákvætt hugarfar sem leiðir til betri líðan í leik og starfi. Foreldrar munu sjá vinnu nemenda tengd þessu verkefni á næstu mánuðum.nordplus

Lesa >>

Opnunartími skrifstofu Selásskóla

Frá og með 26. september breytist opnunartími skrifstofu Selásskóla eins og hér segir:

  • Mánudagar opið til kl. 16:00
  • Þriðjudaga opið til kl. 15:30
  • Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga til kl. 15:00

Sumarlestur

Í sumar fóru nemendur með blað heim sem á stóð sumarlestur 2016. Þar var sagt frá því hversu nauðsynlegt það væri að lesa yfir sumarið. Nokkrir nemendur hafa nú skilað inn sínum blöðum og hafa fengið að launum bókamerki og blýant.bokaormar 4264 Verðlaunin eru ekki stór en þau eru viðurkenning fyrir góðan lestur. Besta viðurkenningin er að sjálfsögðu betri lestur og lesskilningur. Æfingin skapar meistarann.

Fleiri greinar...